„Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 06:35 Anna Björg segir mikilvægt að heilbrigðiskerfið bregðist við því að öldruðum sé að fjölga. Vísir/Einar Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. „Ég get ekki dæmt mín eigin verk, en mér finnst óskaplega gaman í vinnunni og hafa gengið afskaplega vel. Auðvitað finnst manni alltaf eins og maður hefði getað gert eitthvað betur en heildarmyndin er að mínu mati þannig að við erum á leið í rétta átt,“ segir Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, en hún tók við starfi yfirlæknis fyrir rúmu ári. „Þetta er risastór málaflokkur og vandamálin verða ekki leyst af einni manneskju eða einu ári. En ég sé ákveðin skref í rétta átt sem mér finnast jákvæð,“ segir Anna Björg og að hún skynji mikinn vilja innan spítalans til að breyta og bæta. Flöskuhálsinn víða Spurð hvar flöskuhálsinn er í málaflokknum segir hún að hennar mati sé hann víða. „Aðallega snýst þetta um að það vantar aðeins upp á heildarsýnina. Af því að keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Þjónustan er flókin og það er augljóst að það vantar upp á heimaþjónustu, bæði félagsþjónustu og heimahjúkrun. Þar höltrum við, og það hefur þær afleiðingar að það er aukin pressa á aðra hluta keðjunnar,“ segir Anna Björg og nefnir sem dæmi spítalann, hjúkrunarheimili og heilsugæslu. „Þetta gætum við gert betur og menn verða að horfast í augu við það að eldra fólki er að fjölga og það þýðir að við erum, eðli málsins samkvæmt, með fleiri sem eru veikir í kerfinu,“ segir Anna Björg. „Það er auðvitað gleðilegt að fleiri lifi lengur. En við verðum í kjölfarið með fleiri veika einstaklinga, sem þurfa aukna þjónustu. Það er ekki lengur 1950,“ segir Anna Björg og að það verði að gera ráð fyrir fleira eldra fólki víða í heilbrigðiskerfinu, eins og til dæmis í geðheilbrigðiskerfinu. Skortur á þjónustu við aldraða með geðrænan vanda Í nýrri skýrslu sem skrifuð er af starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytinu um hlutverk veitenda í geðheilbrigðisþjónustu er einmitt fjallað um hópa sem þarf að skilgreina betur þjónustu fyrir og eru aldraðir þar á meðal. Í skýrslunni segir að vísbendingar séu um vaxandi geðrænan vanda meðal aldraðra. Margir fái góða þjónustu hjá heilsugæslu en að víða sé kallað eftir bættri þjónustu við þennan hóp, með til dæmis sérstakri geðdeild fyrir aldraða. Í aðgerðaáætlun um geðheilbrigðismál sem samþykkt var á þingi í vor kom fram að eðlilegt fyrsta skref væri að þróa ráðgefandi teymi á Landspítalanum sem hefði það sem sérsvið. „Það er alveg ljóst að aldrað fólk sem glímir við geðsjúkdóm er til hliðar í kerfinu. Hvort við þurfum sérstaka deild eða teymi þarf tíminn að leiða í ljós. Það þarf að leggja meiri áherslu á þennan hóp, kortleggja stærð hans og átta okkur því á hvaða þjónusta það er sem þessi hópur þarf og hvar henni er best komið,“ segir Anna Björg. Hún segir ólíklegt að flestir þurfi á innlögn að halda en að það sé á hreinu að samhliða fjölgun aldraðra lifi fólk líka lengur með sínum geðsjúkdómum. „Plús að þú getur þróað með þér geðsjúkdóm á efri árum. Við vitum að aukinn fjöldi glímir við þunglyndi og kvíða á efri árum. Það er aukinn fjöldi sem glímir við vanda tengdan áfengisneyslu og einmanaleika og almenna vandlíða. Þetta er ekkert að hverfa og mun frekar aukast en hitt,“ segir Anna Björg. Ekki vandi að vera aldraður „Við þurfum eitthvað kerfi sem tekur utan um þetta fólk og það þarf að vera samstarfsverkefni öldrunarsviðs og geðsviðs,“ segir hún og að það falli aldrei á annað sviðið, þetta verði alltaf samstarfsverkefni. „Þetta er fólk með tvenns konar vanda. Ef maður getur orðað það svo. Því í mínum huga er það ekki vandi að þú sért orðinn aldraður. Það er bara þannig sem lífið er.“ Aldraðir ekki einsleitur hópur Anna Björg segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma á óvart heldur styðji hún við það sem hún og hennar samstarfsfólk hefur verið að kalla eftir. „Vonandi fáum við byr undir báða vængi með þau verkefni sem við viljum fara í gang með,“ segir hún. Spurð hvort hún telji aldraða frekar tilbúna til að tala um líðan sína í dag en áður segir Anna Björg þau ekki einsleitan hóp. „Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár. Þetta er fólk og er auðvitað mismunandi. Sumir eru tilbúnir til að tala um sín mál og aðrir ekki. Auðvitað hefur það áhrif þegar andrúmsloftið í samfélaginu er þannig að það er auðveldara að tala um tilfinningar. Það hefur auðvitað áhrif á eldra fólk eins og alla aðra. Það er ekki spurning.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25. maí 2023 20:00 Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25. maí 2023 20:00 Lífsseig mýta kveðin í kútinn: Eldra fólkið virði en ekki byrði Tekjur hins opinbera frá eldra fólki eru mun meiri en kostnaður við hópinn. Þetta sýnir ný greining sem KPMG gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Stjórnvöld hafa hrint af stað aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk. 25. maí 2023 12:04 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Ég get ekki dæmt mín eigin verk, en mér finnst óskaplega gaman í vinnunni og hafa gengið afskaplega vel. Auðvitað finnst manni alltaf eins og maður hefði getað gert eitthvað betur en heildarmyndin er að mínu mati þannig að við erum á leið í rétta átt,“ segir Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, en hún tók við starfi yfirlæknis fyrir rúmu ári. „Þetta er risastór málaflokkur og vandamálin verða ekki leyst af einni manneskju eða einu ári. En ég sé ákveðin skref í rétta átt sem mér finnast jákvæð,“ segir Anna Björg og að hún skynji mikinn vilja innan spítalans til að breyta og bæta. Flöskuhálsinn víða Spurð hvar flöskuhálsinn er í málaflokknum segir hún að hennar mati sé hann víða. „Aðallega snýst þetta um að það vantar aðeins upp á heildarsýnina. Af því að keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Þjónustan er flókin og það er augljóst að það vantar upp á heimaþjónustu, bæði félagsþjónustu og heimahjúkrun. Þar höltrum við, og það hefur þær afleiðingar að það er aukin pressa á aðra hluta keðjunnar,“ segir Anna Björg og nefnir sem dæmi spítalann, hjúkrunarheimili og heilsugæslu. „Þetta gætum við gert betur og menn verða að horfast í augu við það að eldra fólki er að fjölga og það þýðir að við erum, eðli málsins samkvæmt, með fleiri sem eru veikir í kerfinu,“ segir Anna Björg. „Það er auðvitað gleðilegt að fleiri lifi lengur. En við verðum í kjölfarið með fleiri veika einstaklinga, sem þurfa aukna þjónustu. Það er ekki lengur 1950,“ segir Anna Björg og að það verði að gera ráð fyrir fleira eldra fólki víða í heilbrigðiskerfinu, eins og til dæmis í geðheilbrigðiskerfinu. Skortur á þjónustu við aldraða með geðrænan vanda Í nýrri skýrslu sem skrifuð er af starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytinu um hlutverk veitenda í geðheilbrigðisþjónustu er einmitt fjallað um hópa sem þarf að skilgreina betur þjónustu fyrir og eru aldraðir þar á meðal. Í skýrslunni segir að vísbendingar séu um vaxandi geðrænan vanda meðal aldraðra. Margir fái góða þjónustu hjá heilsugæslu en að víða sé kallað eftir bættri þjónustu við þennan hóp, með til dæmis sérstakri geðdeild fyrir aldraða. Í aðgerðaáætlun um geðheilbrigðismál sem samþykkt var á þingi í vor kom fram að eðlilegt fyrsta skref væri að þróa ráðgefandi teymi á Landspítalanum sem hefði það sem sérsvið. „Það er alveg ljóst að aldrað fólk sem glímir við geðsjúkdóm er til hliðar í kerfinu. Hvort við þurfum sérstaka deild eða teymi þarf tíminn að leiða í ljós. Það þarf að leggja meiri áherslu á þennan hóp, kortleggja stærð hans og átta okkur því á hvaða þjónusta það er sem þessi hópur þarf og hvar henni er best komið,“ segir Anna Björg. Hún segir ólíklegt að flestir þurfi á innlögn að halda en að það sé á hreinu að samhliða fjölgun aldraðra lifi fólk líka lengur með sínum geðsjúkdómum. „Plús að þú getur þróað með þér geðsjúkdóm á efri árum. Við vitum að aukinn fjöldi glímir við þunglyndi og kvíða á efri árum. Það er aukinn fjöldi sem glímir við vanda tengdan áfengisneyslu og einmanaleika og almenna vandlíða. Þetta er ekkert að hverfa og mun frekar aukast en hitt,“ segir Anna Björg. Ekki vandi að vera aldraður „Við þurfum eitthvað kerfi sem tekur utan um þetta fólk og það þarf að vera samstarfsverkefni öldrunarsviðs og geðsviðs,“ segir hún og að það falli aldrei á annað sviðið, þetta verði alltaf samstarfsverkefni. „Þetta er fólk með tvenns konar vanda. Ef maður getur orðað það svo. Því í mínum huga er það ekki vandi að þú sért orðinn aldraður. Það er bara þannig sem lífið er.“ Aldraðir ekki einsleitur hópur Anna Björg segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma á óvart heldur styðji hún við það sem hún og hennar samstarfsfólk hefur verið að kalla eftir. „Vonandi fáum við byr undir báða vængi með þau verkefni sem við viljum fara í gang með,“ segir hún. Spurð hvort hún telji aldraða frekar tilbúna til að tala um líðan sína í dag en áður segir Anna Björg þau ekki einsleitan hóp. „Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár. Þetta er fólk og er auðvitað mismunandi. Sumir eru tilbúnir til að tala um sín mál og aðrir ekki. Auðvitað hefur það áhrif þegar andrúmsloftið í samfélaginu er þannig að það er auðveldara að tala um tilfinningar. Það hefur auðvitað áhrif á eldra fólk eins og alla aðra. Það er ekki spurning.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25. maí 2023 20:00 Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25. maí 2023 20:00 Lífsseig mýta kveðin í kútinn: Eldra fólkið virði en ekki byrði Tekjur hins opinbera frá eldra fólki eru mun meiri en kostnaður við hópinn. Þetta sýnir ný greining sem KPMG gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Stjórnvöld hafa hrint af stað aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk. 25. maí 2023 12:04 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25. maí 2023 20:00
Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25. maí 2023 20:00
Lífsseig mýta kveðin í kútinn: Eldra fólkið virði en ekki byrði Tekjur hins opinbera frá eldra fólki eru mun meiri en kostnaður við hópinn. Þetta sýnir ný greining sem KPMG gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Stjórnvöld hafa hrint af stað aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk. 25. maí 2023 12:04