Sjáðu mörkin úr lokaumferð Bestu deildar karla: Magnað mark tryggði Víkingum sigur Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 10:01 Danijel Dejan Djuric reyndist hetja Víkinga gegn Fram Vísir/Hulda Margrét Tuttugu og eitt mark var skorað í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í í gær. Nú er endanleg niðurröðun liða fyrir úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst þann 16. september næstkomandi, ráðin. Víkingur Reykjavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða. Besta deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða.
Besta deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira