Segir dómarastéttina ósátta með sýndarmennsku KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2023 07:01 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fór nýverið af stað með herferð þar sem markmiðið er að þjálfarar, leikmenn og stuðningsfólk beri meiri virðingu fyrir dómurum landsins. Það virðist ekki sem sú herferð sé að ganga nægilega vel. Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira