Þá fáum við að heyra frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem tilkynnti í morgun brotthvarf sitt þingi eftir sex ára þingsetu. Helga Vala segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu hen hún eigi eftir að sakna þeirra vina sem hún eignaðist á Alþingi.
Við kíkjum í Snæfellsbæ þar sem vantar vinnandi hendur vegna mikils uppgangs, ekki síst í ferðaþjónustu. Og lítum til Tenerife, þar sem miklir skógareldar hafa geisað að undanförnu. Þeir mestu í fjörutíu ár.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.