Handbolti

Valskonur eru meistarar meistaranna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valur er meistari meistaranna í kvennaflokki.
Valur er meistari meistaranna í kvennaflokki. Vísir/Anton Brink

Valur er meistari meistaranna eftir öruggan sjö marka sigur gegn ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, 30-27.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Eyjakonur héldu fjögurra marka forskoti fyrstu tíu mínútur leiksins, en eftir það fóru Valskonur að saxa á forskotið.

Valur jafnaði loks metin í stöðunni 10-10 þegar um tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og náði forystunni í næstu sókn í fyrsta skipti í leiknum.

Valskonur héldu forsytunni út hálfleikinn og staðan var 16-15, Val í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Heimakonur byggðu svo upp forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik og náðu fimm marka forystu í stöðunni 23-18. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn svo kominn upp í sjö mörk og brekkan orðin ansi brött fyrir Eyjaliðið.

Valskonur hleyptu gestunum aldrei nálægt sér eftir það og unnu að lokum góðan sjö marka sigur, 30-23. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk, en þær Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir voru atkvæðamestar í liði ÍBV með sjö mörk hvor. Þá var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir óvænt búin að sækja skóna upp í hillu og mætt í lið Vals og skoraði hún fjögur mörk fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×