Af hverju ættirðu að gefa bankanum peningana þína? Haukur Skúlason skrifar 1. september 2023 11:30 Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er. En betur má ef duga skal, og nú er mikilvægt fyrir okkur öll að halda áfram að veita bönkunum aðhald og krefjast sanngjarnari kjara. Sem annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs, fyrsta íslenska „áskorendabankans“ sem svo er stundum kallað, langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum í skýrslunni sem mér finnst standa upp úr eftir lestur hennar. Gjaldeyrisálag bankanna Í skýrslunni kemur fram að ógegnsætt gjaldeyrisálag bankanna vegna erlendrar kortanotkunar sé í kringum 6,6 milljarðar á ári fyrir íslensk heimili. Það eru 550 milljónir í hverjum einasta mánuði sem renna úr vösum íslenskra heimila í vasa bankanna. Einnig kemur fram í skýrslunni að erfitt sé að henda reiður á hversu hátt hlutfall af þessari fjárhæð rennur til bankanna og hversu hátt hlutfall til erlendu kortafyrirtækjanna. Það kom mér töluvert á óvart, því staðreyndin er sú að hver einasta króna af þessu gengisálagi rennur lóðbeint í vasa bankanna og hefur ekkert með VISA, Mastercard eða færsluhirða að gera. Þetta er hreint og klárt gjald sem bankarnir ákveða einhliða og innheimta af korthöfum, þó það sé ansi vel falið. Þegar við vorum að þróa debetkort indó vorum við spurð hversu hátt við vildum hafa þetta innbyggða álag, og við svöruðum að við vildum ekki hafa neitt slíkt, enda væri enginn kostnaður hjá indó sem réttlætti það. Þetta fannst fólki í geiranum skrýtið, enda almennt talið að um „ókeypis“ hagnað sé að ræða því neytendur hafa ekkert val og bankar geti einfaldlega „hirt þetta upp af götunni“ eins og þetta var orðað við okkur. Neytendur höfðu ekkert val, fyrr en núna. Því indó leggur ekkert álag á erlendar kortafærslur, sem gerir það að verkum að allt sem indóarnir okkar kaupa í erlendum gjaldmiðlum er ca. 2,5-3,0% ódýrar en með greiðslukortum hinna bankanna. Kostnaður við greiðslukort Á bls. 37 er borinn saman kostnaður einstaklinga við að vera með debetkort. Höfum í huga að debetkort er einfaldlega leið fyrir okkur neytendur að nota okkar eigin peninga - og hjá indó finnst okkur einfaldlega fráleitt að rukka indóana fyrir að nota sína eigin peninga. Þvert á móti lítum við svo á að indóar sem kjósa að treysta okkur fyrir sínum peningum séu að gera okkur mikinn greiða með traustinu og við greiðum þeim því eins háa vexti og við treystum okkur til. Debetkort hjá samkeppnisaðilum indó kosta korthafa, skv. töflunni, 13-16 þúsund krónur á ári í beinan kostnað. Því til viðbótar má reikna með ca. 20-24þ falið gjald í formi gjaldeyrisálags vegna dæmigerðar kortanotkunar, sbr. töfluna á bls. 38 í skýrslunni, og þá er kostnaðurinn við að eiga og nota debetkort hjá stóru bönkunum í kringum 33-40 þúsund krónur á ári. Borið saman við 0 krónur hjá indó. Af hverju kostar það mig tugi þúsunda á ári að nota mína eigin peninga til að kaupa í matinn og nammi á laugardögum? Skýrsluhöfundar tala um að í stóra mengi hlutanna séu þetta ekki háar fjárhæðir, en persónulega finnst mér alveg muna um slíka fjármuni á ári, sér í lagi þegar ég skil engan veginn af hverju ég þarf að borga bankanum mínum þetta þegar okkur hjá indó sjáum enga ástæðu til að heimta slíkt hið sama. Mér finnst eiginlega fráleitt að tala um að þetta sé ekkert tiltökumál, flestir sem ég þekki gætu vel þegið 40 þúsund krónur aukalega í veskinu yfir árið (til samanburðar má geta þess að æfingagjöld barna í mörgum íþróttum eru í kringum 40 þúsund á ári, og ég myndi mun frekar vilja geta sent barnið mitt í íþróttir frekar en að senda peningana í hít bankanna). Og 36 þúsund indóar eru mér sammála og hafa nú þegar öðlast frelsi frá þessar gjaldheimtu bankanna. Tillögur til úrbóta Þær tillögur sem settar eru fram til úrbóta eru um margt ágætar. En það sem sló mig mest var að þar er ekki vikið einu orði að því að efla þurfi nýsköpun á fjármálamarkaði, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum sem nýir aðilar, sem hyggja á samkeppni við stóru bankana, þurfa að klöngrast yfir og stórefla þannig samkeppni og eftirlit með eðlilegri hegðun á markaði. Stóru bankaranir munu einungis bregðast við, viðskiptavinum sínum til hagsbóta, ef þeir finna það á eigin skinni að upp sé komin alvöru samkeppni. Samkeppni sem sýnir að dulin og ósanngjörn gjaldtaka er ekki náttúrulögmál. Samkeppni sem sýnir að það er vel hægt að vera með einfalda og sanngjarna verðskrá og sem talar við sína viðskiptavini á mannamáli. Það er markmið okkar hjá indó - að veita bönkunum alvöru samkeppni og sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að heimilin í landinu eiga skilið sanngjarna og skemmtilega bankaþjónustu. Tugir þúsunda indóa hafa slegist í för með okkur og þúsundir bætast við í hverjum mánuði. Saman getum við breytt fjármálamarkaðnum á Íslandi og komið stóru bönkunum í skilning um að það eru þeir sem eiga að keppa um hylli okkar, en ekki ætlast til þess að við sættum okkur við það sem þeir rétta okkur. Við hjá indó erum að ryðja brautina og viljum fátt meira en að nýir aðilar komi á markaðinn og veiti okkur, og stóru bönkum samkeppni. Og einhver stærsti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til hjá okkur er að stóru bankarnir fari loksins að hlusta á sína viðskiptavini og þurfi að hafa fyrir því að halda í þá. Lengi lifi samkeppnin! Höfundur er framkvæmdastjóri indó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Samkeppnismál Fjármál heimilisins Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er. En betur má ef duga skal, og nú er mikilvægt fyrir okkur öll að halda áfram að veita bönkunum aðhald og krefjast sanngjarnari kjara. Sem annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs, fyrsta íslenska „áskorendabankans“ sem svo er stundum kallað, langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum í skýrslunni sem mér finnst standa upp úr eftir lestur hennar. Gjaldeyrisálag bankanna Í skýrslunni kemur fram að ógegnsætt gjaldeyrisálag bankanna vegna erlendrar kortanotkunar sé í kringum 6,6 milljarðar á ári fyrir íslensk heimili. Það eru 550 milljónir í hverjum einasta mánuði sem renna úr vösum íslenskra heimila í vasa bankanna. Einnig kemur fram í skýrslunni að erfitt sé að henda reiður á hversu hátt hlutfall af þessari fjárhæð rennur til bankanna og hversu hátt hlutfall til erlendu kortafyrirtækjanna. Það kom mér töluvert á óvart, því staðreyndin er sú að hver einasta króna af þessu gengisálagi rennur lóðbeint í vasa bankanna og hefur ekkert með VISA, Mastercard eða færsluhirða að gera. Þetta er hreint og klárt gjald sem bankarnir ákveða einhliða og innheimta af korthöfum, þó það sé ansi vel falið. Þegar við vorum að þróa debetkort indó vorum við spurð hversu hátt við vildum hafa þetta innbyggða álag, og við svöruðum að við vildum ekki hafa neitt slíkt, enda væri enginn kostnaður hjá indó sem réttlætti það. Þetta fannst fólki í geiranum skrýtið, enda almennt talið að um „ókeypis“ hagnað sé að ræða því neytendur hafa ekkert val og bankar geti einfaldlega „hirt þetta upp af götunni“ eins og þetta var orðað við okkur. Neytendur höfðu ekkert val, fyrr en núna. Því indó leggur ekkert álag á erlendar kortafærslur, sem gerir það að verkum að allt sem indóarnir okkar kaupa í erlendum gjaldmiðlum er ca. 2,5-3,0% ódýrar en með greiðslukortum hinna bankanna. Kostnaður við greiðslukort Á bls. 37 er borinn saman kostnaður einstaklinga við að vera með debetkort. Höfum í huga að debetkort er einfaldlega leið fyrir okkur neytendur að nota okkar eigin peninga - og hjá indó finnst okkur einfaldlega fráleitt að rukka indóana fyrir að nota sína eigin peninga. Þvert á móti lítum við svo á að indóar sem kjósa að treysta okkur fyrir sínum peningum séu að gera okkur mikinn greiða með traustinu og við greiðum þeim því eins háa vexti og við treystum okkur til. Debetkort hjá samkeppnisaðilum indó kosta korthafa, skv. töflunni, 13-16 þúsund krónur á ári í beinan kostnað. Því til viðbótar má reikna með ca. 20-24þ falið gjald í formi gjaldeyrisálags vegna dæmigerðar kortanotkunar, sbr. töfluna á bls. 38 í skýrslunni, og þá er kostnaðurinn við að eiga og nota debetkort hjá stóru bönkunum í kringum 33-40 þúsund krónur á ári. Borið saman við 0 krónur hjá indó. Af hverju kostar það mig tugi þúsunda á ári að nota mína eigin peninga til að kaupa í matinn og nammi á laugardögum? Skýrsluhöfundar tala um að í stóra mengi hlutanna séu þetta ekki háar fjárhæðir, en persónulega finnst mér alveg muna um slíka fjármuni á ári, sér í lagi þegar ég skil engan veginn af hverju ég þarf að borga bankanum mínum þetta þegar okkur hjá indó sjáum enga ástæðu til að heimta slíkt hið sama. Mér finnst eiginlega fráleitt að tala um að þetta sé ekkert tiltökumál, flestir sem ég þekki gætu vel þegið 40 þúsund krónur aukalega í veskinu yfir árið (til samanburðar má geta þess að æfingagjöld barna í mörgum íþróttum eru í kringum 40 þúsund á ári, og ég myndi mun frekar vilja geta sent barnið mitt í íþróttir frekar en að senda peningana í hít bankanna). Og 36 þúsund indóar eru mér sammála og hafa nú þegar öðlast frelsi frá þessar gjaldheimtu bankanna. Tillögur til úrbóta Þær tillögur sem settar eru fram til úrbóta eru um margt ágætar. En það sem sló mig mest var að þar er ekki vikið einu orði að því að efla þurfi nýsköpun á fjármálamarkaði, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum sem nýir aðilar, sem hyggja á samkeppni við stóru bankana, þurfa að klöngrast yfir og stórefla þannig samkeppni og eftirlit með eðlilegri hegðun á markaði. Stóru bankaranir munu einungis bregðast við, viðskiptavinum sínum til hagsbóta, ef þeir finna það á eigin skinni að upp sé komin alvöru samkeppni. Samkeppni sem sýnir að dulin og ósanngjörn gjaldtaka er ekki náttúrulögmál. Samkeppni sem sýnir að það er vel hægt að vera með einfalda og sanngjarna verðskrá og sem talar við sína viðskiptavini á mannamáli. Það er markmið okkar hjá indó - að veita bönkunum alvöru samkeppni og sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að heimilin í landinu eiga skilið sanngjarna og skemmtilega bankaþjónustu. Tugir þúsunda indóa hafa slegist í för með okkur og þúsundir bætast við í hverjum mánuði. Saman getum við breytt fjármálamarkaðnum á Íslandi og komið stóru bönkunum í skilning um að það eru þeir sem eiga að keppa um hylli okkar, en ekki ætlast til þess að við sættum okkur við það sem þeir rétta okkur. Við hjá indó erum að ryðja brautina og viljum fátt meira en að nýir aðilar komi á markaðinn og veiti okkur, og stóru bönkum samkeppni. Og einhver stærsti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til hjá okkur er að stóru bankarnir fari loksins að hlusta á sína viðskiptavini og þurfi að hafa fyrir því að halda í þá. Lengi lifi samkeppnin! Höfundur er framkvæmdastjóri indó.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun