Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 09:09 Mitch McConnell hefur setið í öldungadeildinni frá 1984 og leitt Repúblikana þar frá 2007. AP/Liz Dufour Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06
Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11