„Svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 17:12 Ólíkir heimar mættust í húsinu á Hverfisgötu sem hýsti bæði athvarf Framsóknarflokksins og skemmtistaðarins Miami. vísir/vilhelm Hús Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 hefur verið skráð á ný til sölu. Húsið, sem er í meirihlutaeigu flokksins, hefur verið falt í rúm fjögur ár. Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira