Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2023 20:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira