Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:38 Jón Gunnarsson þegar hann kvaddi dómsmálaráðuneytið í júní. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira