Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:38 Jón Gunnarsson þegar hann kvaddi dómsmálaráðuneytið í júní. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira