Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 30. ágúst 2023 13:43 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og var hún hífð þaðan upp næstum því þremur mánuðu eftir að slysið átti sér stað í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira