Stjórnmálaflokkur kjörins forseta bannaður Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 15:36 Ljóst er að Bernardo Arévalo áorkar ekki miklu sem forseti Gvatemala ef þingmenn flokks hans fá ekki að taka sæti á þingi. Hér ræðir hann við blaðamenn í Gvatemalaborg eftir að yfirkjörstjórn staðfesti sigur hans í gær. AP/Moises Castillo Sigur Bernarndo Arévalo í forsetakosningunum í Gvatemala var staðfestur í gær. Stjórnmálaflokkur hans var hins vegar bannaður tímabundið. Arévalo segir úrskurðinn lögleysu og að flokkurinn ætli að kæra hann. Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954. Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954.
Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50