Reiði beinist að DeSantis Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2023 13:29 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída á minningarathöfn í Jacksonville á sunnudaginn. AP/John Raoux Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47