Mögulegt að 83 ára maður með fjórða stigs beinkrabba verði sendur heim Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 10:41 „Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur,“ sagði Hrund í grein sinni. Hrund Traustadóttir segir betur fara um föður sinn en hann er kominn á aðra deild á Landakoti, í tveggja manna herbergi þar sem hann hefur sjónvarp útaf fyrir sig, og hefur fengið aukna verkjastillingu. Grein Hrundar sem birtist í Vísi í fyrradag, þar sem hún lýsti flutningi föður síns af Landspítalanum og yfir á Landakot og aðbúnaði hans þar, vakti gríðarmikla athygli. Pabbi Hrundar er 83 ára gamall með fjórða stigs beinkrabbamein en var fluttur á endurhæfingardeild á Landakoti þar sem hann þótti ekki lengur eiga heima á bráðadeild. Hann þurfti að bíða fjóra tíma eftir flutningi, sem gekk illa enda er hann mjög þjáður sökum krabbans. Þá beið algjör óvissa þegar komið var á Landakot, þar sem hjúkrunarfræðingur á vakt reyndist ekki uppýstur um sjúkdóm hans. Í kjölfar greinar Hrundar og fréttaflutnings um málið var faðir hennar fluttur um deild og segist Hrund finna fyrir miklum létti en hún kvíður jafnframt fyrir framhaldinu. „Ég er mjög hrædd um að hann verði sendur heim. Við erum alveg með hnút í maganum yfir því. Maður hefur heyrt svo margar sögur um fólk sem hefur verið sent heim þótt það sé algjörlega ósjálfbjarga og jafnvel bara í leigubíl,“ segir hún. Staðan vekur nokkra furðu og fjölda spurninga. Er hann í meðferð við krabbameininu? Á hann að fara í endurhæfingu? Hvað með hjúkrunarheimili? Já, veit ekki, örugglega ekki. Það eru svör Hrundar, sem segist í raun ekki hafa fengið nein skýr svör um hvað bíði pabba hennar. „Ég bara hreinlega sé þetta ekki fyrir mér. Þetta er 83 ára gamall maður með beinkrabbamein. Hvaða endurhæfing er að fara að eiga sér stað?“ spyr Hrund. Það sé ekki síst þess vegna sem hún er hrædd um að hann fái ekki að dvelja lengi þar sem hann er. Varðandi umsókn um pláss á hjúkrunarheimili vísar hún til símtals sem hún fékk frá lækni í gær. „Hún sagði að hann fengi mjög líklega synjun inn á hjúkrunarhemil vegna þess að til þess að fá inni þá þarf endurhæfing að vera fullreynd og það þarf að vera fullreynt að hann geti ekki séð um sig sjálfur heima,“ segir Hrund. Það sé þó alveg ljóst að faðir hennar geti engan veginn séð um sig sjálfur; hvorki klætt sig, matað sig né farið á salernið án aðstoðar. „Hann á í raun kannski hvergi heima,“ segir Hrund og furðar sig á stöðu mála. „Ég er búin að fá svo mörg símtöl og skilaboð frá ókunnugu fólki sem er gráti næst... Að þakka mér fyrir að stíga fram,“ segir hún. Sögurnar séu hræðilegar. „Fólk bara... Maginn snýst við þegar fólk keyrir framhjá Landakotsspítala því það á svo hræðilegar minningar frá síðustu sólahringumn í lífi foreldra sinna.“ Sjálfur var pabbi hennar mjög langt niðri áður en bætt var úr málum í gær. „Hann var hræðilega kvalinn og virkilega sleginn og bara gjörsamlega niðurbrotin eftir þennan tæpa sólahring,“ segir Hrund um ástand hans þegar hún og systir hennar heimsóttu hann eftir flutninginn á Landakot. „Hann er búinn að borga skattana sína frá því hann var 16 ára gamall og nú er hann 83 ára og á þessu stigi í sínu lífi á hann að fá þá til baka. Hann á bara að vera í bómull.“ Vísir leitaði viðbragða frá Landspítalanum Heilbrigðismál Eldri borgarar Mannréttindi Tengdar fréttir „Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. 28. ágúst 2023 00:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Grein Hrundar sem birtist í Vísi í fyrradag, þar sem hún lýsti flutningi föður síns af Landspítalanum og yfir á Landakot og aðbúnaði hans þar, vakti gríðarmikla athygli. Pabbi Hrundar er 83 ára gamall með fjórða stigs beinkrabbamein en var fluttur á endurhæfingardeild á Landakoti þar sem hann þótti ekki lengur eiga heima á bráðadeild. Hann þurfti að bíða fjóra tíma eftir flutningi, sem gekk illa enda er hann mjög þjáður sökum krabbans. Þá beið algjör óvissa þegar komið var á Landakot, þar sem hjúkrunarfræðingur á vakt reyndist ekki uppýstur um sjúkdóm hans. Í kjölfar greinar Hrundar og fréttaflutnings um málið var faðir hennar fluttur um deild og segist Hrund finna fyrir miklum létti en hún kvíður jafnframt fyrir framhaldinu. „Ég er mjög hrædd um að hann verði sendur heim. Við erum alveg með hnút í maganum yfir því. Maður hefur heyrt svo margar sögur um fólk sem hefur verið sent heim þótt það sé algjörlega ósjálfbjarga og jafnvel bara í leigubíl,“ segir hún. Staðan vekur nokkra furðu og fjölda spurninga. Er hann í meðferð við krabbameininu? Á hann að fara í endurhæfingu? Hvað með hjúkrunarheimili? Já, veit ekki, örugglega ekki. Það eru svör Hrundar, sem segist í raun ekki hafa fengið nein skýr svör um hvað bíði pabba hennar. „Ég bara hreinlega sé þetta ekki fyrir mér. Þetta er 83 ára gamall maður með beinkrabbamein. Hvaða endurhæfing er að fara að eiga sér stað?“ spyr Hrund. Það sé ekki síst þess vegna sem hún er hrædd um að hann fái ekki að dvelja lengi þar sem hann er. Varðandi umsókn um pláss á hjúkrunarheimili vísar hún til símtals sem hún fékk frá lækni í gær. „Hún sagði að hann fengi mjög líklega synjun inn á hjúkrunarhemil vegna þess að til þess að fá inni þá þarf endurhæfing að vera fullreynd og það þarf að vera fullreynt að hann geti ekki séð um sig sjálfur heima,“ segir Hrund. Það sé þó alveg ljóst að faðir hennar geti engan veginn séð um sig sjálfur; hvorki klætt sig, matað sig né farið á salernið án aðstoðar. „Hann á í raun kannski hvergi heima,“ segir Hrund og furðar sig á stöðu mála. „Ég er búin að fá svo mörg símtöl og skilaboð frá ókunnugu fólki sem er gráti næst... Að þakka mér fyrir að stíga fram,“ segir hún. Sögurnar séu hræðilegar. „Fólk bara... Maginn snýst við þegar fólk keyrir framhjá Landakotsspítala því það á svo hræðilegar minningar frá síðustu sólahringumn í lífi foreldra sinna.“ Sjálfur var pabbi hennar mjög langt niðri áður en bætt var úr málum í gær. „Hann var hræðilega kvalinn og virkilega sleginn og bara gjörsamlega niðurbrotin eftir þennan tæpa sólahring,“ segir Hrund um ástand hans þegar hún og systir hennar heimsóttu hann eftir flutninginn á Landakot. „Hann er búinn að borga skattana sína frá því hann var 16 ára gamall og nú er hann 83 ára og á þessu stigi í sínu lífi á hann að fá þá til baka. Hann á bara að vera í bómull.“ Vísir leitaði viðbragða frá Landspítalanum
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mannréttindi Tengdar fréttir „Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. 28. ágúst 2023 00:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. 28. ágúst 2023 00:13