Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2023 13:53 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Teresa Suarez Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Herforingjarnir handsömuðu nýverið Mohamed Bazoum, forseta Níger, og hefur honum verið haldið ásamt fjölskyldu sinni í forsetahöll landsins. Herforingjarnir hafa hótað því að taka Bazoum af lífi en þeir saka hann um landráð. Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti á föstudaginn að herforingjastjórnin hafði gefið sendiherra Frakklands, Sylvain Itte, 48 klukkustundir til að yfirgefa landið. Það sögðu þeir vegna þess að Itte hefði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og að yfirvöld Frakklands væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Sá frestur er runninn út og Macron staðfesti svo á fundi í París í dag að Itte yrði áfram í Níger. Forsetinn ítrekaði að Frakkland styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins og hrósaði honum fyrir hugrekki varðandi það að segja ekki af sér, samkvæmt frétt France24. Macron sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Hann sagði það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. „Vandamál Nígermanna í dag er að valdaræningjarnir eru að setja almenning í hættu því þeir hafa hætt baráttu þeirra gegn hryðjuverkahópum,“ sagði Macron. Hann sagði einnig að herforingjarnir væru að hætta við efnahagsstefnu sem hefði reynst landinu vel og væru að missa aðgang að alþjóðlegri aðstoð sem myndi hjálpa þjóðinni að komast upp úr fátækt. Bazoum var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Bandaríkjamenn eru einnig í Níger og hafa stýrt drónaárásum gegn hryðjuverkamönnum þaðan, auk þess sem þeir hafa verið að þjálfa hermenn Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Í Níger hefur myndin þó verið önnur. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dóu færri en höfðu gert á sambærilegu tímabili frá 2018. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hrósað Bazoum fyrir það að vel hafi gangið þar í landi að berjast geng hryðjuverkamönnum. Ouhoumoudou Mahamadou, forsætisráðherra Níger fyrir valdaránið, segir að ríkið hafi skýlt nágrönnum sínum við vesturströnd Afríku frá þessum hryðjuverkahópum. Það muni ekki halda áfram. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa fordæmt valdaránið í Níger, lokað landamærum þeirra að ríkinu og sagt að hernaðaríhlutun komi til greina. Þar er helst um að ræða Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín. Herforingjastjórnir sem hafa tekið völd í Búrkína Fasó og Malí hafa hótað því að koma hernum í Níger til aðstoðar, geri Nígería og aðrir innrás. Níger Frakkland Búrkína Fasó Malí Tengdar fréttir Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Herforingjarnir handsömuðu nýverið Mohamed Bazoum, forseta Níger, og hefur honum verið haldið ásamt fjölskyldu sinni í forsetahöll landsins. Herforingjarnir hafa hótað því að taka Bazoum af lífi en þeir saka hann um landráð. Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti á föstudaginn að herforingjastjórnin hafði gefið sendiherra Frakklands, Sylvain Itte, 48 klukkustundir til að yfirgefa landið. Það sögðu þeir vegna þess að Itte hefði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og að yfirvöld Frakklands væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Sá frestur er runninn út og Macron staðfesti svo á fundi í París í dag að Itte yrði áfram í Níger. Forsetinn ítrekaði að Frakkland styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins og hrósaði honum fyrir hugrekki varðandi það að segja ekki af sér, samkvæmt frétt France24. Macron sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Hann sagði það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. „Vandamál Nígermanna í dag er að valdaræningjarnir eru að setja almenning í hættu því þeir hafa hætt baráttu þeirra gegn hryðjuverkahópum,“ sagði Macron. Hann sagði einnig að herforingjarnir væru að hætta við efnahagsstefnu sem hefði reynst landinu vel og væru að missa aðgang að alþjóðlegri aðstoð sem myndi hjálpa þjóðinni að komast upp úr fátækt. Bazoum var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Bandaríkjamenn eru einnig í Níger og hafa stýrt drónaárásum gegn hryðjuverkamönnum þaðan, auk þess sem þeir hafa verið að þjálfa hermenn Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Í Níger hefur myndin þó verið önnur. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dóu færri en höfðu gert á sambærilegu tímabili frá 2018. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hrósað Bazoum fyrir það að vel hafi gangið þar í landi að berjast geng hryðjuverkamönnum. Ouhoumoudou Mahamadou, forsætisráðherra Níger fyrir valdaránið, segir að ríkið hafi skýlt nágrönnum sínum við vesturströnd Afríku frá þessum hryðjuverkahópum. Það muni ekki halda áfram. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa fordæmt valdaránið í Níger, lokað landamærum þeirra að ríkinu og sagt að hernaðaríhlutun komi til greina. Þar er helst um að ræða Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín. Herforingjastjórnir sem hafa tekið völd í Búrkína Fasó og Malí hafa hótað því að koma hernum í Níger til aðstoðar, geri Nígería og aðrir innrás.
Níger Frakkland Búrkína Fasó Malí Tengdar fréttir Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45