Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2023 15:16 Hluti af kókaíninu sem hald var lagt á í Algeciras sl. miðvikudag. Spænska lögreglan Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu. Það var á föstudagsmorgun sem lögreglan greindi frá því að hún hefði í vikunni gert upptæk 9.436 kíló af kókaíni í höfninni í Algeciras á Suður-Spáni. Efnin voru í gámi sem kom frá Ekvador og í fylgiskjölum stóð að í gáminum væru bananar. Kókaínið upprunnið í Kólumbíu Lögreglan segir að efnið komi frá Kólumbíu og hafi átt að fara áfram til Portúgals, þaðan sem það átti að fara í dreifingu um allt meginland Evrópu. Lögreglan segist hafa fengið upplýsingar um þessa stóru sendingar fyrir rúmum mánuði. 15 gámar voru teknir til skoðunar í höfninni, 14 þeirra innihéldu bara banana, en í einum þeirra var bara þunnt lag af banönum og 10 tonn af kókaíni. Talið er að 30 glæpasamtök víðs vegar um álfuna standi saman að smyglinu, efninu var skipt í mismunandi pakkningar og merkt 30 viðtakendum. Enn hefur enginn verið handtekinn. Bananafyrirtæki notað til að smygla kókaíni Bananafyrirtækið í Machala í Ekvador sendir um 40 gáma af banönum til Spánar í hverjum mánuði og grunur leikur á að kókaínframleiðendur í Kólumbíu noti fyrirtækið reglulega til að koma efninu til meginlands Evrópu. Þess má geta að það var í þessari sömu höfn í Algeciras sem stærsti kókaínfundur sögunnar til þessa átti sér stað, vorið 2018. Þá var hald lagt á 8,7 tonn af kókaíni. Það kókaín var líka sagt vera bananar í aðflutningsskjölum. Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Það var á föstudagsmorgun sem lögreglan greindi frá því að hún hefði í vikunni gert upptæk 9.436 kíló af kókaíni í höfninni í Algeciras á Suður-Spáni. Efnin voru í gámi sem kom frá Ekvador og í fylgiskjölum stóð að í gáminum væru bananar. Kókaínið upprunnið í Kólumbíu Lögreglan segir að efnið komi frá Kólumbíu og hafi átt að fara áfram til Portúgals, þaðan sem það átti að fara í dreifingu um allt meginland Evrópu. Lögreglan segist hafa fengið upplýsingar um þessa stóru sendingar fyrir rúmum mánuði. 15 gámar voru teknir til skoðunar í höfninni, 14 þeirra innihéldu bara banana, en í einum þeirra var bara þunnt lag af banönum og 10 tonn af kókaíni. Talið er að 30 glæpasamtök víðs vegar um álfuna standi saman að smyglinu, efninu var skipt í mismunandi pakkningar og merkt 30 viðtakendum. Enn hefur enginn verið handtekinn. Bananafyrirtæki notað til að smygla kókaíni Bananafyrirtækið í Machala í Ekvador sendir um 40 gáma af banönum til Spánar í hverjum mánuði og grunur leikur á að kókaínframleiðendur í Kólumbíu noti fyrirtækið reglulega til að koma efninu til meginlands Evrópu. Þess má geta að það var í þessari sömu höfn í Algeciras sem stærsti kókaínfundur sögunnar til þessa átti sér stað, vorið 2018. Þá var hald lagt á 8,7 tonn af kókaíni. Það kókaín var líka sagt vera bananar í aðflutningsskjölum.
Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira