Dennis Schröder hetja Þjóðverja í sigri á Ástralíu í háspennuleik Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 11:58 Patty Mills og Dennis Schröder tókust oft á í dag en Schroder hafði betur að lokum Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir í kjörstöðu í E-riðli á heimsmeistaramótinu í körfubolta eftir góðan 85-82 sigur á Ástralíu í dag. Dennis Schröder, leikmaður Toronto Raptors, skoraði 30 stig fyrir Þjóðverja og leiddi liðið til sigurs. Leikurinn í dag var toppslagur E-riðils, þar sem einnig leika heimamenn í Japan og Finnar. Ástralía er um þessar mundir í 3. sæti heimslista FIBA en flestir leikmenn liðsins leika í NBA deildinni. Þjóðverjar eru í 11. sæti sama lista. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að leiða. Þjóðverjar fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en góður þriðji leikhluti hjá Áströlum snéri stöðunni við og staðan 66-62 þeim í vil fyrir lokaátökin. Þjóðverjar reyndust svo sterkari á lokasprettinum en staðan var 79-79 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Schröder fór á vítalínuna og setti bæði og skoraði svo aftur skömmu seinna og staðan 81-83 þegar 46 sekúndur voru til leiksloka. Josh Giddey fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti frá miðju þegar flaut gall en færið var þröngt og boltinn aldrei nálægt því að rata ofan í. Ástralir vildu fá villu en dómarar leiksins tóku það ekki í mál. Germany past Australia in a clash of favorites for their second win in as many games in the #FIBAWC! #WinForDeutschland pic.twitter.com/cZpJetAcxX— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 Svekkjandi endir fyrir Ástrali og Giddey, en hann getur í það minnsta huggað sig við það að hann átti sennilega flottustu tilþrif leiksins. GIDDEY UP!!!! #FIBAWC x #WinForAustralia pic.twitter.com/8ZZDZWcELQ— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Leikurinn í dag var toppslagur E-riðils, þar sem einnig leika heimamenn í Japan og Finnar. Ástralía er um þessar mundir í 3. sæti heimslista FIBA en flestir leikmenn liðsins leika í NBA deildinni. Þjóðverjar eru í 11. sæti sama lista. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að leiða. Þjóðverjar fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en góður þriðji leikhluti hjá Áströlum snéri stöðunni við og staðan 66-62 þeim í vil fyrir lokaátökin. Þjóðverjar reyndust svo sterkari á lokasprettinum en staðan var 79-79 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Schröder fór á vítalínuna og setti bæði og skoraði svo aftur skömmu seinna og staðan 81-83 þegar 46 sekúndur voru til leiksloka. Josh Giddey fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti frá miðju þegar flaut gall en færið var þröngt og boltinn aldrei nálægt því að rata ofan í. Ástralir vildu fá villu en dómarar leiksins tóku það ekki í mál. Germany past Australia in a clash of favorites for their second win in as many games in the #FIBAWC! #WinForDeutschland pic.twitter.com/cZpJetAcxX— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 Svekkjandi endir fyrir Ástrali og Giddey, en hann getur í það minnsta huggað sig við það að hann átti sennilega flottustu tilþrif leiksins. GIDDEY UP!!!! #FIBAWC x #WinForAustralia pic.twitter.com/8ZZDZWcELQ— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira