Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:27 Breiðablik og Víkingur eiga að mætast á Víkingsvelli á morgun. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30
Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06