„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2023 12:19 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir ekki hlaupið að því að fólk með ADHD, sem finni fyrir lyfjaskorti vegna lyfsins Elvanse, skipti um lyfið. Vísir/Arnar Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni. Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni.
Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04
Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24
Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25