Chelsea ekki í vandræðum með nýliða Luton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 21:00 Sterling skoraði tvennu. Sebastian Frej/Getty Images Chelsea er komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu var snemma ljóst að heimamenn í Chelsea myndu valda gestum kvöldsins gríðarlegum vandræðum. Raheem Sterling ógnaði sífellt með hraða sínum of krafti en enski landsliðsmaðurinn kom Chelsea yfir á 17. mínútu. Hann fékk boltann frá Malo Gusto úti á hægri vængnum, lagði af stað í áttina að marki, fór framhjá hverjum leikmani Luton á fætur öðrum áður en hann skoraði með góðu skoti. Það reyndist eina mark fyrri háfleiks. Gusto fann svo Sterling aftur á 69. mínútu og aftur skilaði enski framherjinn boltanum í netið með góðu skoti. Nicolas Jackson skoraði svo sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni skömmu síðar með góðu skoti, staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur. Chelsea er í 8. sæti með 4 stig að loknum þremur umferðum en Luton Town er án stiga. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea er komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu var snemma ljóst að heimamenn í Chelsea myndu valda gestum kvöldsins gríðarlegum vandræðum. Raheem Sterling ógnaði sífellt með hraða sínum of krafti en enski landsliðsmaðurinn kom Chelsea yfir á 17. mínútu. Hann fékk boltann frá Malo Gusto úti á hægri vængnum, lagði af stað í áttina að marki, fór framhjá hverjum leikmani Luton á fætur öðrum áður en hann skoraði með góðu skoti. Það reyndist eina mark fyrri háfleiks. Gusto fann svo Sterling aftur á 69. mínútu og aftur skilaði enski framherjinn boltanum í netið með góðu skoti. Nicolas Jackson skoraði svo sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni skömmu síðar með góðu skoti, staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur. Chelsea er í 8. sæti með 4 stig að loknum þremur umferðum en Luton Town er án stiga.
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti