Danir banna brennslu trúar- og helgirita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 10:34 Mótmælendur í Beirút í Líbanon brenna fána Svíþjóðar og Hollands vegna Kóran-brenna í ríkjunum. AP/Hassan Ammar Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð. Danmörk Trúmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð.
Danmörk Trúmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira