Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu Jón Frímann Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:00 Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun