Gott kvöld fyrir Jamaíku í Búdapest og dramatíkin allsráðandi Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:56 Danielle Williams var sátt í lok 100 metra grindahlaupsins. Vísir/Getty Nokkuð óvænt úrslit urðu í 100 metra grindahlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Jamaíka nældi í fern verðlaun í keppnum kvöldsins. Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little. Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira