Gott kvöld fyrir Jamaíku í Búdapest og dramatíkin allsráðandi Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:56 Danielle Williams var sátt í lok 100 metra grindahlaupsins. Vísir/Getty Nokkuð óvænt úrslit urðu í 100 metra grindahlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Jamaíka nældi í fern verðlaun í keppnum kvöldsins. Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little. Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira