Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 14:04 Hildur hyggst leggja fram frumvarpið í haust. Lífskraftur Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur
Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira