Þriðji heimsmeistaratitill Warholm og Norðmenn röðuðu inn verðlaunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:02 Warholm fagnar gullinu í kvöld. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í Búdapest í kvöld. Norðmaðurinn óstöðvandi Karsten Warholm vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem var lokagrein kvöldsins. Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira