Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 11:42 Guðný Helena segir að ríki, sveitarfélög, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður þurfi að koma saman og tryggja að konur geti átt börn sín. Hjálparstarf Kirkjunnar. Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. „Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira