Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 11:42 Guðný Helena segir að ríki, sveitarfélög, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður þurfi að koma saman og tryggja að konur geti átt börn sín. Hjálparstarf Kirkjunnar. Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. „Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
„Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira