Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiqaq vísar til fréttatilkynningu lögreglu um að mótorbátur og þrír rifflar hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr höfninni í Qasigiannguit á vesturströnd Grænlands umrædda nótt. Báturinn var aftur á sínum stað morguninn eftir en lögreglu grunar að þjófnaðurinn tengist hundadrápinu.
Bátnum var skilað á milli klukkan fimm og sex að morgni mánudags. Lykillinn að bátnum og rifflarnir voru hins vegar ekki á sínum stað. Um nóttina voru tíu hundar skotnir til bana á einni af eyjunum suður af Qasigiannguit.
Lögregla biður íbúa og aðra sem gætu haft upplýsingar um málið að leita á lögreglustöðina í Qasigiannguit eða hafa samband símleiðis.