Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 08:21 Xi er staddur í Suður-Afríku en mætti ekki til að flytja opnunarræðu sína. AP Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao. Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Kína Suður-Afríka Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar.
Kína Suður-Afríka Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira