Fasteignamógúll nýr forsætisráðherra Taílands Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 12:03 Srettha Thavisin nýr forsætisráðherra Taílands. Eftir að hann var tilnefndur forsætisráðherraefni Pheu Thai var hann sakaður um skattsvik og peningaþvætti. AP/Wason Wanichakorn Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn. Stjórn ellefu flokka, þar á meðal tveggja flokka sem tengjast hernum og Prayuth Chan-ocha, var samþykkt með 482 atkvæðum af 727 á taílenska þinginu í dag. Srettha verður forsætisráðherra fyrir hönd Pheu Thai-flokksins. Gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins segja það svik við kjósendur þar sem Framsóknarflokkurinn, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, á ekki sæti í henni. Leiðtogar Pheu Thai segja samstarfið nauðsynlegt til þess að leysa úr pattstöðunni sem ríkti. Áhugi Framsóknarflokksins á því að breyta umdeildum lögum sem banna ærumeiðingar í garð konungsfjölskyldunnar hafi gert hann óstjórntækan. Srettha er 61 árs gamall nýgræðingur í stjórnmálum en vel þekktur athafnamaður. Aðeins níu mánuðir eru frá því að hann gekk til liðs við Pheu Thai sem hefur það á stefnuskránni að draga úr ójöfnuði í landinu. Srettha hætti sem forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns fyrr á þessu ári og lét dóttur sinni eftir öll hlutabréf í því, að sögn AP-fréttastofunnar. Samsteypustjórninni er ætlað að koma hjólum efnahagslífsins í gang, hækka lágmarkslaun og binda enda á herskyldu. Pheau Thai tengist Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem herinn steypti af stóli árið 2006. Thaksin kom aftur til Taílands í morgun eftir margra ára útlegð og hóf afplánun á átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í spillingarmáli. Vangaveltur eru uppi um að Thaksin hafi valið að snúa aftur nú þegar stjórnmálaflokkur hans er við völd í von um að fá fangelsisdóm sinn mildaðan. Thaksin vísar því á bug. Taíland Tengdar fréttir Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29 Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Stjórn ellefu flokka, þar á meðal tveggja flokka sem tengjast hernum og Prayuth Chan-ocha, var samþykkt með 482 atkvæðum af 727 á taílenska þinginu í dag. Srettha verður forsætisráðherra fyrir hönd Pheu Thai-flokksins. Gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins segja það svik við kjósendur þar sem Framsóknarflokkurinn, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, á ekki sæti í henni. Leiðtogar Pheu Thai segja samstarfið nauðsynlegt til þess að leysa úr pattstöðunni sem ríkti. Áhugi Framsóknarflokksins á því að breyta umdeildum lögum sem banna ærumeiðingar í garð konungsfjölskyldunnar hafi gert hann óstjórntækan. Srettha er 61 árs gamall nýgræðingur í stjórnmálum en vel þekktur athafnamaður. Aðeins níu mánuðir eru frá því að hann gekk til liðs við Pheu Thai sem hefur það á stefnuskránni að draga úr ójöfnuði í landinu. Srettha hætti sem forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns fyrr á þessu ári og lét dóttur sinni eftir öll hlutabréf í því, að sögn AP-fréttastofunnar. Samsteypustjórninni er ætlað að koma hjólum efnahagslífsins í gang, hækka lágmarkslaun og binda enda á herskyldu. Pheau Thai tengist Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem herinn steypti af stóli árið 2006. Thaksin kom aftur til Taílands í morgun eftir margra ára útlegð og hóf afplánun á átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í spillingarmáli. Vangaveltur eru uppi um að Thaksin hafi valið að snúa aftur nú þegar stjórnmálaflokkur hans er við völd í von um að fá fangelsisdóm sinn mildaðan. Thaksin vísar því á bug.
Taíland Tengdar fréttir Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29 Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29
Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52