Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022.
Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi.
Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.
Freyr staðfestir í dönskum fjölmiðlum að Lyngby hafi átt í viðræðum við Gylfa þess efnis að hann gangi til liðs við félagið.
„Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“