Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 20:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira