Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2023 11:25 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira