Ríkisútvarpið hefur eftir heimildum að rannsóknin beinist að því að íkveikjan tengist störfum lögreglumannsins. Því teljist brotið sem brot gegn valdstjórninni, samanber 106. grein almennra hegningarlaga og því er það til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Miðað við 106. greinina skal hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann, þegar hann gegnir skyldustarfi sínu eða út af því sæta allt að sex ára fangelsi.
Rannsókn málsins er á frumstigi. Bíllinn er ónýtur eftir íkveikjuna.
Athygli vekur hve stuttur tími leið frá íkveikjunni og þar til það var komið inn á borð héraðssaksóknara. Lögregla hefur varist allra frétta af málinu.