Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.
Sigurður var að jafnaði með 4,1 milljón króna í laun á mánuði miðað við greitt útsvar á síðasta ári. Nánar tiltekið 4.144 þúsund krónur en Heiðrún Lind er í öðru sæti með 4.069 þúsund krónur.
Friðbert Traustason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjámálafyrirtækja, situr svo í þriðja sæti en hann var með nærri 3,6 milljónir á mánuði í fyrra.
Friðbert hreppti þriðja sætið af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét fyrr í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tók við sem forstjóri Regins. Hann var með rúmlega 3,5 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var með 1,6 milljónir króna á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var með rétt rúmlega 1,1 milljón á mánuði miðað við greitt útsvar.
Listi yfir tíu launahæstu starfsmenn innan hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins:
- Sigurður Hannesson, frkvstj. SI - 4,1 milljónir króna.
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frkvstj. SFS - 4,1 milljónir króna.
- Friðbert Traustason, fv. frkvstj. Samt. starfsm. fjármfyrirt. - 3,6 milljónir króna.
- Halldór Benjamín Þorbergsson, frkvstj. SA – 3,5 milljónir króna.
- Yngvi Örn Kristinsson, hagfr. hjá SFF - 3,4 milljónir króna.
- Perla Ösp Ásgeirsdóttir, fv. frkvstj. áhættust. Landsb. – 3,1 milljónir króna.
- Stefán Ólafsson, sérfr. hjá Eflingu – 2,5 milljónir króna.
- Þórey Sigríður Þórðardóttir, frkvstj. Landssamt. lífeyrissj. – 2,5 milljónir króna.
- Karl Björnsson, fv. frkvstj. SAmb. Ísl. sveitarf. - 2,4 milljónir króna.
- Pétur Þorsteinn Óskarsson, frkvstj. Íslandsstofu - 2,3 milljónir króna.