Álvarez hetja Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 21:10 Annar skoraði sigurmarkið en hinn lagði það upp. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur á Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fer ekki í sögubækur fyrir skemmtanagildi en Julián Álvarez skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti eftir hálftíma leik. Hann fékk boltann frá Phil Foden hægra megin í vítateignum og lét vaða. Nick Pope kom engum vörnum við í marki Newcastle en setja má spurningamerki verið fótavinnu enska markvarðarins. Fleiri urðu mörkin ekki og meistararnir hafa því unnið báða leiki sína til þessa í deildinni. Sigur kvöldsins var 17. sigur Man City í röð í öllum keppnum en það er félagsmet. Fótbolti Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur á Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fer ekki í sögubækur fyrir skemmtanagildi en Julián Álvarez skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti eftir hálftíma leik. Hann fékk boltann frá Phil Foden hægra megin í vítateignum og lét vaða. Nick Pope kom engum vörnum við í marki Newcastle en setja má spurningamerki verið fótavinnu enska markvarðarins. Fleiri urðu mörkin ekki og meistararnir hafa því unnið báða leiki sína til þessa í deildinni. Sigur kvöldsins var 17. sigur Man City í röð í öllum keppnum en það er félagsmet.
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn