Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Elín Metta er mætt í Laugardalinn. Vísir/Sigurjón Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira