Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 15:34 Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis. Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“ Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira
Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“
Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira