Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 15:34 Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis. Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“ Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“
Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira