Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 10:54 Francina Armengol, þingmaður Sósíalistaflokksins, (f.m.) brosmild eftir að hún var kjörin þingforseti í morgun. Armengol var áður forseti sjálfstjórnarhéraðs Balear-eyja. Vísir/EPA Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent