Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. ágúst 2023 14:00 Fangelsi í höfuðborginni Port-au-Prince. Getty/Niels Salomonsen Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára. Haítí Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára.
Haítí Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira