Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 15:08 Sævar segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um málið. Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. „Við fórum fyrst að taka eftir þessu við þrif á vögnunum hjá okkur. Þá var þetta einn og einn kútur en nú er þetta orðið miklu meira. Þessi fjöldi sem ég birti mynd af á Facebook er til dæmis bara úr einum vagni,“ segir Sævar Baldursson, framkvæmdastjóri Bus4U sem rekur strætisvagna í Reykjanesbæ. Sævar birti mynd af gashylkjunum á Facebook. Hann segir færsluna setta inn til vitundarvakningar fyrir foreldra svo þau geti verið meðvituð um hætturnar og leiðirnar sem unglingar finni til að komast í vímu. „Auðvitað veit ég ekki hvort þeir eru að sniffa þetta eða anda þessu að sér, en það skiptir engu máli því bæði er skaðlegt. Svo var einn krakki gómaður með rjómasprautu og blöðrur. Þetta virðist vera hlátursgas, svipað og tannlæknar nota til að mynda.“ Sævar segir að sér hafi einnig verið bent á það af öðrum íbúum að slíkar rjómasprautur hafi fundist við gömlu sundlaugina í Keflavík, sem sé í hálfgerðu eyði. „Þannig að þetta virðist vera eitthvað sport hjá þeim núna að stunda þetta. Mér finnst allt í lagi að foreldrarnir vakni til vitundar um það hvað börnin séu að bralla.“ Reykjanesbær Fíkn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
„Við fórum fyrst að taka eftir þessu við þrif á vögnunum hjá okkur. Þá var þetta einn og einn kútur en nú er þetta orðið miklu meira. Þessi fjöldi sem ég birti mynd af á Facebook er til dæmis bara úr einum vagni,“ segir Sævar Baldursson, framkvæmdastjóri Bus4U sem rekur strætisvagna í Reykjanesbæ. Sævar birti mynd af gashylkjunum á Facebook. Hann segir færsluna setta inn til vitundarvakningar fyrir foreldra svo þau geti verið meðvituð um hætturnar og leiðirnar sem unglingar finni til að komast í vímu. „Auðvitað veit ég ekki hvort þeir eru að sniffa þetta eða anda þessu að sér, en það skiptir engu máli því bæði er skaðlegt. Svo var einn krakki gómaður með rjómasprautu og blöðrur. Þetta virðist vera hlátursgas, svipað og tannlæknar nota til að mynda.“ Sævar segir að sér hafi einnig verið bent á það af öðrum íbúum að slíkar rjómasprautur hafi fundist við gömlu sundlaugina í Keflavík, sem sé í hálfgerðu eyði. „Þannig að þetta virðist vera eitthvað sport hjá þeim núna að stunda þetta. Mér finnst allt í lagi að foreldrarnir vakni til vitundar um það hvað börnin séu að bralla.“
Reykjanesbær Fíkn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira