„Fyrsta skipti sem við erum með átján manna hóp“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2023 22:16 Pétur væri eflaust til í tvo leikmenn til viðbótar. vísir/Diego Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum. „Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira