Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 07:00 Framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm átti að vera lokið um síðustu áramót. Svona er staðan í dag. Vísir/Vilhelm Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00