Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 07:00 Framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm átti að vera lokið um síðustu áramót. Svona er staðan í dag. Vísir/Vilhelm Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00