„Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 19:24 Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul og hefur beðið eftir NPA þjónustu í um fimm ár. Vísir/Dúi Ung kona með hreyfihömlun sem hefur beðið í næstum fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira