Ástralía í undanúrslit eftir dramatíska vítaspyrnukeppni Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 10:12 4-liða úrslitin bíða þeirra. vísir/Getty Ástralía og Frakkland mættust í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í morgun þar sem Ástralía komst áfram eftir bráðabana og eru komnar í undanúrslit á HM í fyrsta sinn í sögunni. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var ótrúleg. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira