Ástralía í undanúrslit eftir dramatíska vítaspyrnukeppni Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 10:12 4-liða úrslitin bíða þeirra. vísir/Getty Ástralía og Frakkland mættust í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í morgun þar sem Ástralía komst áfram eftir bráðabana og eru komnar í undanúrslit á HM í fyrsta sinn í sögunni. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var ótrúleg. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira