Rómverjar fundu fyrir skjálftum og sextíu slösuðust þegar Kanye steig á svið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 13:15 Það ætlaði allt um koll að keyra í Róm þegar Kanye birtist á sviði hringleikahússins. Twitter Sextíu manns slösuðust á tónleikum Travis Scott í Róm á mánudag. Allt lék á reiðiskjálfi þegar Kanye West steig óvænt á svið og töldu borgarbúar að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Fornleifafræðingar kalla eftir því að tónleikahaldi verði hætt í hringleikahúsinu. Enn einu sinni veldur tónleikahald bandaríska rapparans Travis Scott fjaðrafoki. Í þetta sinn vegna tónleika hans í fornrómverska hringleikahúsinu Circus Maximus í tilefni af útgáfu Útópíu, nýrrar plötu Scott. Þar þurftu sextíu manns að leita sér læknisaðstoðar þegar ónefndur aðili spreyjaði piparúða yfir tónleikagesti. Þá slasaðist einnig fjórtán ára aðdáandi rapparans þegar hann reyndi að klífa veggi leikvangsins til að sjá tónleikana frítt. Tæp tvö ár eru liðin síðan tíu manns létust á tónleikum Scott á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas í nóvember 2021. Jarðskjálfti reyndist vera æsingur aðdáenda Slökkviliðið í Róm greindi CNN frá því að nóttina sem tónleikarnir voru haldnir hefðu slökkviliðinu borist „mörg hundruð símtöl“ þar sem fólk tilkynnti um jarðskjálfta. Símhringingarnar bárust á sama tíma og rapparinn Kanye West steig á svið sem óvæntur gestur. „Það er engin Travis Scott án Kanye West. Það er engin Róm án Kanye West,“ sagði Travis Scott þegar herra West birtist á sviðinu og trylltust aðdáendur í kjölfarið. West flutti lagið „Praise God“ af plötunni Donda og hið klassíska „Can't Tell Me Nothing“ frá árinu 2007. Þetta var í fyrsta sinn sem Kanye West kemur opinberlega fram á tónleikum síðan hann lét frá sér hatursfull ummæli um gyðinga í desember síðastliðnum. Kalla eftir stöðvun tónleikahalds Alfonsina Russo, forstjóri fornminjagarðs Kólosseums, hefur kallað eftir því að stóru tónleikahaldi verði hætt í Circus Maximus. „Circus Maximus er minnisvarði, ekki leikvangur eða tónlistarhús,“ sagði Russo í viðtali við ítalska fjölmiðilinn AGI. „Þessir risatónleikar stefna honum í hættu og Palatine-hæð að auki. Rokktónleikar ættu að vera haldnir á leikvöngum til að ógna ekki öryggi almennings,“ sagði Russo. Hringleikahúsið, sem er staðsett á botni Palatine-hæðar nálægt Kólosseum, hefur á undanförnum árum orðið að vinsælum tónleikastað. Í sumar hafa Imagine Dragons, Guns N' Roses og Bruce Springsteen spilað í hringleikahúsinu. Ítalía Tónlist Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Enn einu sinni veldur tónleikahald bandaríska rapparans Travis Scott fjaðrafoki. Í þetta sinn vegna tónleika hans í fornrómverska hringleikahúsinu Circus Maximus í tilefni af útgáfu Útópíu, nýrrar plötu Scott. Þar þurftu sextíu manns að leita sér læknisaðstoðar þegar ónefndur aðili spreyjaði piparúða yfir tónleikagesti. Þá slasaðist einnig fjórtán ára aðdáandi rapparans þegar hann reyndi að klífa veggi leikvangsins til að sjá tónleikana frítt. Tæp tvö ár eru liðin síðan tíu manns létust á tónleikum Scott á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas í nóvember 2021. Jarðskjálfti reyndist vera æsingur aðdáenda Slökkviliðið í Róm greindi CNN frá því að nóttina sem tónleikarnir voru haldnir hefðu slökkviliðinu borist „mörg hundruð símtöl“ þar sem fólk tilkynnti um jarðskjálfta. Símhringingarnar bárust á sama tíma og rapparinn Kanye West steig á svið sem óvæntur gestur. „Það er engin Travis Scott án Kanye West. Það er engin Róm án Kanye West,“ sagði Travis Scott þegar herra West birtist á sviðinu og trylltust aðdáendur í kjölfarið. West flutti lagið „Praise God“ af plötunni Donda og hið klassíska „Can't Tell Me Nothing“ frá árinu 2007. Þetta var í fyrsta sinn sem Kanye West kemur opinberlega fram á tónleikum síðan hann lét frá sér hatursfull ummæli um gyðinga í desember síðastliðnum. Kalla eftir stöðvun tónleikahalds Alfonsina Russo, forstjóri fornminjagarðs Kólosseums, hefur kallað eftir því að stóru tónleikahaldi verði hætt í Circus Maximus. „Circus Maximus er minnisvarði, ekki leikvangur eða tónlistarhús,“ sagði Russo í viðtali við ítalska fjölmiðilinn AGI. „Þessir risatónleikar stefna honum í hættu og Palatine-hæð að auki. Rokktónleikar ættu að vera haldnir á leikvöngum til að ógna ekki öryggi almennings,“ sagði Russo. Hringleikahúsið, sem er staðsett á botni Palatine-hæðar nálægt Kólosseum, hefur á undanförnum árum orðið að vinsælum tónleikastað. Í sumar hafa Imagine Dragons, Guns N' Roses og Bruce Springsteen spilað í hringleikahúsinu.
Ítalía Tónlist Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira