Erlent

Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Fíkjutré rís innan um brunarústir í bænum Lahaina á Havaí. /Rick Bowmer)
Fíkjutré rís innan um brunarústir í bænum Lahaina á Havaí. /Rick Bowmer) ap

Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum.

Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“

„Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag.

Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. 

Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum.

Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×