Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:38 Fíkjutré rís innan um brunarústir í bænum Lahaina á Havaí. /Rick Bowmer) ap Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“ „Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“ „Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14