Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 06:40 Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu. Vísir/Vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. „Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira